Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulag í Hofsstaðaskóla á neyðarstigi

02.11.2020
Skipulag í Hofsstaðaskóla á neyðarstigi

Skipulag skólastarfs dagana 3. til 17. nóvember verður eftirfarandi:

 • Nemendur mæta stundvíslega kl. 8.30, ekki fyrr.
 • Skóladegi lýkur kl. 12.30.
 • Frístundaheimilið Regnboginn verður opinn frá því að skóla lýkur og til kl. 17.00.
 • Lögð er rík áhersla á að allir nemendur mæti í skólann.
 • Nemendur hafa með sér nesti og vatnsbrúsa séu þeir ekki þegar með hann í skólanum.
 • Hádegismatur frá Skólamat verður snæddur í kennslustofum. Því miður er ekki hægt að nota örbylgjuofn eða grill þessa daga sem takamarkanir gilda.
 • Grímuskylda er í 5. – 7. bekk og koma nemendur með grímur að heiman.
 • Nemendur þurfa að vera klæddir til útiveru alla daga.
 • Stundaskrár bekkjardeilda gilda að mestu leiti með smávægilegum breytingum.
 • Nemendur halda sér í sínum bekk/hópi og er ekki blandað í hringekjur, færnimiðaða hópaeða smiðjur.
 • Áfram eru takmarkanir í íþróttakennslu og sundkennsla fellur niður.
 • Umsjónarkennarar munu upplýsa ykkur nánar um skipulag innan árganga.
 • Foreldrum og aðstandendum er ekki heimilt að koma í skólann nema brýna nauðsyn beri til og þá hafa þeir samband áður.

Með samstarfskveðju og góðum óskum

Hafdís Bára og Margrét
skólastjórar

Til baka
English
Hafðu samband