Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Endurskinsmerki, hjólreiðar og umferðin

08.11.2020
Endurskinsmerki, hjólreiðar og umferðin

Morgnarnir eru orðnir dimmir og mikilvægt að öll börn og fullorðnir noti endurskinsmerki svo þeir sjáist vel á göngu sinni í skólann. Margskonar hentug og skemmtileg endurskinsmerki fást t.d. í apótekum. Við mælum ekki með því lengur að yngri börnin komi hjólandi í skólann. Þeir sem velja að koma á hjóli þurfa að vera með ljós og á góðum dekkjum þegar hálkan fer að koma. Hún getur verið varasöm og þegar hálka og myrkur fara saman þurfa allir að gæta sín.

Við viljum biðla til ykkar um að draga úr því eins og hægt er að aka börnunum í skólann. Flest börnin geta gengið á öruggum stígum í skólann og með endurskinsmerki sjást þau vel. Ef þið kjósið að aka þeim þá biðjum við ykkur um að huga vel að því hvar þið stoppið til þess að hleypa þeim út. T.d. er hægt að aka inn á malarstæðið til hægri þegar beygt er úr hringtorginu af Bæjarbrautinni og stoppa þar. Börnin ganga þá meðfram Stjörnuvellinum að skólanum. Mikilvægt er að aka alla leið inni í hringtorginu og alls ekki stoppa í því miðju, né leggja bílnum þar. Þá eykst hættan á því að umferðin stöðvist og farið verði að hleypa börnunum út úr bílunum á röngum stað. Vöndum okkur og verum þolinmóð.

Með samstarfskveðju og góðum óskum.

Hafdís Bára Kristmundsdóttir, skólastjóri.

Til baka
English
Hafðu samband