Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íþróttir

13.11.2020
Íþróttir

Síðustu 5 vikur hafa verið óvenjulegar í íþrótta- og sundkennslu eins og allir vita, við vorum dugleg að nota nær umhverfi fyrir hlaup, æfingar og leiki fyrstu tvær vikurnar en eftir það hefur öll íþrótta- og sundkennsla verið bönnuð. Við höfum því nýtt tímann og farið í göngutúra með hópunum um hverfin allt í kring.  Hægt er að hrósa nemendum vel fyrir jákvæðni og dugnað. Það þarf ekki mikið til að gleðja þau þessa dagana, ný leið eða vink frá ökumönnum og bílflaut hefur slegið í gegn.

Kærar kveðjur frá íþróttakennurum
Gunna, Guðrún Jóhanna, Stefán og Villi

Til baka
English
Hafðu samband