Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf frá 18.11. til 1.12. 2020

17.11.2020
Skólastarf frá 18.11. til 1.12. 2020

Frá og með morgundeginum 18. nóvember verður skóladagurinn óskertur og samkvæmt stundaskrá. Það getum við gert þar sem nemendur okkar í 1. til 7. bekk eru nú undanþegnir grímuskyldu, íþróttir eru leyfðar og frímínútur eru án takmarkana.
Hádegisverður nemenda verður þannig að sumir árgangar borða í matsalnum og aðrir í frístundaheimilinu Regnboganum.
Nánari upplýsingar verða sendar, vonandi á morgun og áfram eftir því sem fram vindur.
Minnum á að allir þurfa að vera klæddir til útiveru og nota endurskinsmerki í skammdeginu.
Frístundabíllinn ekur samkvæmt áætlun frá 18.11. Sjá nánar um hann á vefsíðu Garðabæjar. 

Leið 1:  Bíll fer eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Sjálandsskóla með viðkomu í Tónlistarskóla, Klifinu og Ásgarði á hverjum 30 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:45.

Leið 2:  Bíllinn á leið 2 hefur akstur við Sjálandsskóla kl. 14:15 kemur við í Ásgarði (Flata- og Garðaskóli) og Mýrinni (Hofsstaðaskóli) eftir þörfum áskrifenda og keyrir tvær ferðir á dag. Þessi bíll fer með börn í Urriðaholt eftir skóla og sækir börn í Urriðaholtsskóla til að fara með í tómstundir. 

Með samstarfskveðju og góðum óskum.

Stjórnendur

Til baka
English
Hafðu samband