Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

27.01.2021
100 daga hátíðFöstudaginn 29. janúar halda 1. bekkingar upp á að þeir hafa verið 100 daga í grunnskóla. Nemendur hafa talið dagana og tugina og þannig æft sig í að stærðfræðihugtökum. Á föstudaginn verða fjölbreytt verkefni í boði s.s. að telja Cheerios hringi og fleira. Dans verður stiginn og aldrei að vita nema þau komi í skrautlegri skrúðgöngu inn í stóra skóla. Við óskum fyrstu bekkingum til hamingju með áfangann og vonum að þeir skemmti sér vel.
Til baka
English
Hafðu samband