Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rafmagnslaust og tafir á upphafi skólastarfs

27.01.2021
Góðan dag kæru foreldrar og forráðamenn í Hofsstaðaskóla.
Rafmagnslaust er í skólanum og því er ekki hægt að hefja skólastarf fyrr en það kemur á aftur. Við vitum að það er unnið að viðgerðum en ekki hvenær þeim lýkur. Börnin þurfa því að vera heima þangað til rafmagn kemst aftur á.
Við munum láta vita.
Skólinn er að sjálfsögðu opinn ef það koma börn og verður séð um þau þar til kennsla hefst.
Með samstarfskveðju
skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband