Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudaginn

17.02.2021
Líf og fjör á öskudaginn

Það var líf og fjör á öskudaginn þó hann væri með örlítið breyttu sniði í ár sökum takmarkanna. Settar voru upp stöðvar fyrir hvern árgang þar sem ýmislegt skemmtilegt var í boði s.s. spilastöð, tækjastöð, poppstöð, myndastöð o.s.frv. allt eftir því hvað hverju árgangi hentaði. Nemendur eldri deildar fóru einnig í íþróttahúsið og yngri nemendurnir notuðu salinn og Regnbogann. Dagskráin tókst mjög vel og var starfsfólk ánægt með hvað börnin virtust flest skemmta sér flest vel í sátt og samlyndi og það ríkti ró og gleði yfir hópnum.

Myndirnar segja meira en mörg orð. Lítið á þær á myndasíðu skólans. Fleiri myndir munu bætast við á myndasíður árganganna á næstu dögum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband