Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálfsmynd, samfélagsmiðar og samskipti kynjanna-fræðsla í 7. bekk

03.03.2021
Sjálfsmynd, samfélagsmiðar og samskipti kynjanna-fræðsla í 7. bekk

Í dag fengu nemendur í 7. bekk fræðslu um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Kári Sigurðsson og Andrea Marel sjá um fræðsluna undir nafninu Fokk me – fokk you. Fræðslan byggir á margra ára reynslu af starfi með ungu fólki, samtölum við unglinga, fyrirspurnum, reynslusögum og skjáskotum frá unglingum. Fjallað er um veruleika unglinga í tengslum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Rætt er um þá þætti sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar á unglingsárunum og mikilvægi virðingar í samskiptum, hvort sem um er að ræða samskipti á netinu eða í eigin persónu. Einnig er komið inn á samþykki og mörk, farið yfir algengar birtingarmyndir neikvæðra samskipta, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis á stafrænu formi og bent á leiðir til bregðast við slíku. Þetta viðfangsefni er þarft að ræða við nemendur enda voru þeir afar áhugasamir um fræðsluna. Kennarar ætla að nýta tækifærið og halda umræðunni áfram í bekkjartímum.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 7. bekkja


 
Til baka
English
Hafðu samband