Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skolastarf 6. - 15. apríl 2021

05.04.2021
Skolastarf 6. - 15. apríl 2021Kæru foreldrar/forráðamenn í Hofsstaðaskóla
Við vonum að páskaleyfið hafi verið ykkur ánægjulegt og endurnærandi. 
Á morgun, þriðjudag mæta nemendur í 5. – 7. bekk kl. 10.00 og nemendur í 1. – 4. bekk kl. 10.10. Skólahúsnæðið opnar kl. 9.50. Frá og með miðvikudeginum 7. 4. verður kennt samkvæmt stundaskrá. 
Skólastarf fram til 15. apríl verður með hefðbundnum hætti og öllum sóttvarnarreglum fylgt. Frímínútur, íþrótta- og sundkennsla, smiðjur og færnimiðaðir hópar halda sér. Í matsal verður maturinn skammtaður og starfsfólk verður með grímur og hanska. Um fullorðna gilda 2m nálægðartakmörk. 
Frístundaheimilinu Regnboganum verður skipt upp í 50 barna hópa og fá foreldrar barna sem þar dvelja sérstakt bréf. Frístundabíllinn mun aka samkvæmt áætlun. 
Við minnum á reglulegan og vandaðan handþvott og það að ef börnin eru lasin eða með einhver einkenni þá á að halda þeim heima. Hafi fjölskyldur farið erlendis yfir páskana gilda um það sérstakar reglur sem finna má á vefsíðu skólans. 
Bestu kveðjur og óskir. 
Stjórnendur Hofsstaðaskóla
 
Til baka
English
Hafðu samband