Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nethættur barna - rafrænn fyrirlestur

22.04.2021
Nethættur barna - rafrænn fyrirlestur

Miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi kl. 20:00 mun Alma Tryggvadóttir halda rafrænan fyrirlestur um nethættur barna. Í erindinu mun Alma fjalla um netnotkun barna, varasöm smáforrit og það stafræna fótspor sem þau skilja eftir sig á netinu. Þrátt fyrir frábær tækifæri netsins, smáforrita og annarrar tækni leynast hætturnar víða fyrir unga notendur. Alma mun einnig benda á leiðir fyrir foreldra til að tryggja öryggi barna á netinu.

Alma Tryggvadóttir er persónuverndarfulltrúi Landsbankans og stundakennari í persónurétti við lagadeildir HÍ og HR. Alma starfaði áður hjá Persónuvernd til fjölda ára m.a. sem skrifstofustjóri upplýsingaöryggis.

 

Fyrirlesturinn er ætlaður öllum foreldrum og forráðamönnum í Hofsstaðaskóla og verður sendur rafrænt frá skólanum kl. 20:00 þann 28. apríl. Hlekkur á fyrirlesturinn verður sendur í pósti þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,

stjórnendur Hofsstaðaskóla

 

Til baka
English
Hafðu samband