Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innlit í myndmennt

30.04.2021
Innlit í myndmennt

Nemendur í 4. og 5. bekk skólans í myndmennt hafa verið ansi duglegir í smiðjunni sinni og ekki annað að sjá en að þar séu margir upprennandi listamenn. Krakkarnir í 5. bekk fengu það verkefni að teikna uppstillingu eða fugla. Þeir byrjuðu á því að teikna nákvæmt með blýanti og svo með þurrkrit á eftir. Á meðfylgjandi myndum má sjá lítið sýnishorn af glæsilegum afrakstri.

Nemendur  í 4. bekk fræddust um listamennina Kjarval og Louisu Matthíasdóttur og fengu það verkefni að mála mynd í anda þeirra. Útkoman er aldeilis fín og einhverjar myndirnar eiga eftir að prýða falleg heimili í Garðabænum. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband