Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umsjónarkennari á miðstigi

21.07.2021

Í Hofsstaðaskóla eru 540 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 100 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda skólastefnu Garðabæjar. Læsi skipar stóran sess og áhersla er lögð á lesskilning og ritun. Þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Síðastliðin ár hafa ýmis þróunarverkefni verið unnin í skólanum m.a. leiðbeinandi kennsluhættir, skýr markmiðssetning, vellíðan og hugarrækt, námsmat, stærðfræði, íslenska, upplýsingatækni o.fl. Unnið er að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Sinnir kennslu og hefur umsjón með nemendum
 • Skipuleggur nám og kennslu nemenda
 • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
 • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
 • Tekur þátt í teymisvinnu með umsjónarkennurum í árganginum ásamt öðrum fagaðilum sem koma að nemendum
 • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum

 Hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
 • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
 • Reynsla af kennslu í grunnskóla
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
 • Færni í að vinna í samstarfsteymum og að fjölbreyttum verkefnum
 • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
 • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum
 • Frumkvæði og jákvæðni gagnvart skólaþróun
 • Góð færni í upplýsingatækni
 • Góð íslenskukunnátta

Um er að ræða tímabundna ráðningu í fullt starf skólaárið 2021-2022 og er ráðið í stöðuna frá 1. ágúst 2021. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2021

Nánari upplýsingar um starfið veita Hafdís Bára Kristmundsdóttir skólastjóri, hafdis@hofsstadaskoli.is og Margrét Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri, margretei@hofsstadaskoli.is Sími Hofsstaðaskóla er 590-8100 og netfang: hskoli@hofsstadaskoli.is

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á ráðningarvef Garðabæjar https:­//starf.­gardabaer.is

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Fáist ekki kennari leyfisbréf til kennslu þrátt fyrir endurtekna auglýsingu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019

 

Til baka
English
Hafðu samband