Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bebras áskorunin 2021

11.11.2021
Bebras áskorunin 2021

Í þessari viku 8. -12. nóvember stendur yfir Bebras áskorunin. Við í Hofsstaðaskóla höfum boðið nemendum að taka þátt frá upphafi. Nokkrir bekkir tóku áskoruninni í ár og hafa verið að glíma við þrautirnar í skólanum. Áskorunin er keyrð árlega um allan heim og er opin í eina viku. Tilgangur áskorunarinnar er fyrst og fremst sá að leyfa krökkum á aldrinum 10-18 ára að leysa krefjandi en jafnframt skemmtileg verkefni sem byggja á rökhugsun sem notuð er við forritunn (e. International Challenge on Informatics and Computational Thinking). Ísland tók þátt í fyrsta sinn í alþjóðlegu Bebras áskoruninni í nóvember 2015. 

Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er heitið á dýrinu bifur á litháísku. Bebras er ætlað að vekja áhuga nemenda á því að kynnast upplýsingatækni. Valentina ákvað að nýta bifur sem ímynd áskoruninnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem þeir virðast hafa. Bifrar eru duglegir, vinnusamir og gáfaðir; og þeir vinna stöðugt í stíflunum sínum, bæði til að gera þær betri og stærri. Fyrsta Bebras áskorunin var í Litháen árið 2004 en áskorunin hefur stækkað gríðarlega á stuttum tíma og er hún ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni.

Þeir sem vilja kynna sér Bebras áskorunin frekar geta farið á vefsíðuna https://www.bebras.is/

Til baka
English
Hafðu samband