Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaleyfi í Hofsstaðaskóla

22.12.2021
Jólaleyfi í Hofsstaðaskóla

Skrifstofa skólans er lokuð frá 21. – 31. desember og opnar aftur mánudaginn 3. janúar 2022. Erindi til skólans má senda í tölvupósti á hskoli@hofsstadaskoli.is Frístundaheimilið Regnboginn er opinn frá kl. 8.30-16.30 virka daga fyrir börn sem hafa verið skráð þar.

Kennsla hefst að öllu óbreyttu mánudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.

Starfsfólk og stjórnendur Hofsstaðaskóla senda nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og óskir um gleðilega jólahátíð, farsæld og frið á nýju ári. Við þökkum sérstaklega sýnda velvild og ánægjulegt samstarf á árinu. Aðstæður hafa verið krefjandi en allir hafa lagst á eitt og tekist á við þær með jákvæðni og umburðarlyndi.

Hittumst heil á nýju ári.

 

Til baka
English
Hafðu samband