Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólastarf í janúar 2022

18.01.2022
Skólastarf í janúar 2022

Skólastarf í Hofsstaðaskóla hefur verið markað af heimsfaraldri frá áramótum og hefur veiran skæða víða komið við. Hátt í 100 nemendur hafa greinst með Covid það sem af er ári og 23 starfsmenn. Í dag eru 41 nemandi með virkt smit og um 100 í sóttkví. Smitin eru í öllum árgöngum en mest á miðstigi þ.e. í 5. – 7. bekk. Í dag sýnist okkur vera aukning á yngra stigi t.d. í 1. og 2. bekk. Það er afar brýnt að allir séu vel á verði og fylgist með einkennum sem geta verið fremur væg.

Við leggjum okkur fram um að halda sem eðlilegustu skólastarfi en það hefur reynt á starfsfólkið enda oft á tíðum flókið að manna allar stöður þegar margir eru fjarverandi. Hópurinn er samstilltur og allir leggjast á eitt.

Smitrakning og úrvinnsla hennar fer mest fram á kvöldin enda berast niðurstöður úr sýnatökum oft ekki fyrr en seinnipart dags. Þá þarf að taka ákvarðanir og upplýsa alla sem málið snertir. Það er góð regla að skoða tölvupóstinn sinn að kvöldi eða snemma morguns.

Við biðjum alla forráðamenn um að vanda sig við að upplýsa skólann um það ef börnin þeirra eru fjarverandi af einhverjum ástæðum og helst að gera það með tölvupósti á hskoli@hofsstadaskoli.is  eða skráningu í mentor. Það er mikið álag á símanum á morgnana og slæmt að þurfa ítrekað að hringja til þess að kanna með börn sem ekki hefur verið tilkynnt um. Við þurfum að fylgjast með hverju og einu barni.

Þökkum jákvæð viðbrögð forráðamanna og samstarfsvilja.
Kær kveðja

Til baka
English
Hafðu samband