Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rafrænn nemenda- og foreldrasamtalsdagur

23.01.2022
Rafrænn nemenda- og foreldrasamtalsdagur

Miðvikudaginn 2. febrúar er samtalsdagur í Hofsstaðaskóla en þá gefst nemendum og foreldrum/forráðamönnum tækifæri til þess að ræða við umsjónarkennara. Samtölin munu fara fram rafrænt í gegnum Google Meet og áætlaður tími fyrir hvert samtal er 15 mínútur.

Engin kennsla verður í skólanum þennan dag. Frístundaheimilið verður opið og þarf að skrá börnin sérstaklega þennan dag.

Bókun samtala fer fram á fjölskylduvefnum Mentor.is og hefst 25. janúar og lýkur30. janúar.
Bóka samtal:
• Veljið flísina Foreldraviðtöl
• Veljið tíma
• Í dálkinn skilaboð til kennara þarf að skrá nafn og netfang hjá þeim sem eiga
að fá fundarboð. Ef óskað er eftir símtali þarf að skrá símanúmer.
Áður en samtalið á sér stað er mikilvægt að nemandi ásamt
foreldri/forráðamanni undirbúi sig fyrir samtalið t.d. með því að skoða
námsmatið í Mentor, ástundun og annað sem þarf að ræða.
Kveðja,
skólastjórnendur og kennarar

Til baka
English
Hafðu samband