Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breytt verklag og smitrakningu hætt

27.01.2022
Breytt verklag og smitrakningu hætt

Verklagi vegna smita í leik- og grunnskólum hefur verið breytt. Smit verða ekki lengur rakin eða brugðist við með því að nemendur þurfi að fara í sóttkví eða smitgát.

Greinist barnið ykkar með Covid þá tilkynnið þið veikindi barnsins til skólans eins og önnur veikindi. Ykkur er fjálst að upplýsa hvort um er að ræða covid smit. Nýtið skráningar í mentor til þess að létta álagi á skrifstofu. Það er líka góð regla að senda umsjónarkennara tölvupóst og c.c. á hskoli@hofsstadaskoli.is. Það á eftir að koma í ljós hvort að skólinn nær yfirsýn yfir smitin og getur upplýst um þau.
Miðað við spár þá má reikna með að töluvert verði um veikindi hjá nemendum og starfsfólki skólans næstu vikurnar. Við reynum eins og við getum að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi. Við gætum þurft að bregða á það ráð að stytta skóladag einstakra hópa eða árganga, vegna manneklu. Við munum upplýsa um það með eins góðum fyrirvara og hægt er. Að sjálfsögðu vonum við hins vegar að til þess þurfi ekki að koma. Við hvetjum alla áfram til að gæta sóttvarna og munum að reglugerðin um skólahald gildir til 2. febrúar.

Til að átta sig betur á nýjum reglum er ágætt að skoða þessa skýringarmynd: https://www.covid.is/smitgat-smitrakning-reglubreyting

Til baka
English
Hafðu samband