Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líf og fjör á öskudaginn

02.03.2022
Líf og fjör á öskudaginn

Í dag miðvikudaginn 2. mars var loksins líf og fjör í skólanum þrátt fyrir að úti væri veðrið eitthvað að þenja sig og klakabungur víða. Þá var sól í sinni því öllum takmörkunum hefur verið aflétt og því var hægt að halda upp á daginn eins og tíðkast hefur. Margir nemendur voru spenntir að sýna sig og sjá aðra í glæsilegum öskudagsbúningum. Eins og oft áður var mikill sköpunarkraftur í nemendum og kennurum því búningarnir voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir.
Dagurinn einkenndist af því að nemendur fengu tækifæri til að heimsækja fjölda stöðva sem settar voru upp um allan skóla og í íþróttahúsinu Mýrinni. Nemendur gátu t.d. hitt spákonur, farið í limbó, búið til grímur og öskupoka, fengið andlitsmálun, lesið, farið í tölvur og kubba. Að sjálfsögðu var poppvélin líka á sínum stað og myndaðist um tíma löng biðröð eftir poppinu sem rann ljúflega í nemendur og starfsfólk.

Skoðið myndirnar frá öskudeginum á myndasíðu skólans.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband