Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna

04.03.2022
Bókaverðlaun barnanna

Árlega stendur Borgarbókasafnið fyrir Bókaverðlaunum barnanna. Gefið er út veggspjald með myndum af öllum barna- og unglingabókum sem gefnar voru út á síðasta ári (Sjá tengil hér fyrir neðan).
Krakkar á aldrinum 6-12 ára geta valið eina til þrjár bækur af veggspjaldinu.
Nemendur Hofsstaðaskóla geta nálgast þátttökuseðla á bókasafni skólans og einnig er á safninu kassi þar sem hægt er að skila. Frestur til að skila inn þátttökuseðlum er til 25. mars.

Hver einstaklingur má fylla út einn þátttökuseðil.

Tilkynnt verður um 10 efstu bækurnar á sumardaginn fyrsta, í framhaldi af því er hægt að kjósa eina af þeim bókum í kosningu hjá KrakkaRÚV fyrir Sögur-verðlaunahátíð barnanna. Höfundar þeirra bóka sem fá flest atkvæði hljóta Bókaverðlaun barnanna.

Eftir 25. mars verður farið með þátttökuseðlana frá Hofsstaðaskóla á Bókasafn Garðabæjar sem ætlar að draga út þrjá þátttökuseðla og fá þeir nemendur viðurkenningu fyrir þátttöku.

Sjá veggspjald
Til baka
English
Hafðu samband