Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkir í Vatnaskógi

06.05.2022
7. bekkir í Vatnaskógi

Nemendur 7. bekkja skólans hafa dvalið í Vatnaskógi í vikunni. Lagt var upp í ferðina s.l. þriðjudag og kemur hópurinn heim í dag, föstudag.

Fregnir hafa borist af því að allt gangi vel og að allir séu hressir og kátir. Dagskráin hefur verið fjölbreytt og skemmtileg. Boðið hefur verið upp á siglingu, diskótek, kvöldvökur, borðtennis, hoppukastala og alls kyns aðra afþreyingu.

Það verða sjálfsagt mjög þreyttir en alsælir krakkar sem renna í hlað í Garðabænum í dag eftir viðburðaríka dvöl í Vatnaskógi með árganginum sínum.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr Vatnaskógi sem bárust frá hópnum

 

Til baka
English
Hafðu samband