Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðadagur kennara

05.10.2022
Alþjóðadagur kennara

Í dag er alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn. Hann er haldinn hátíðlegur um veröld alla miðvikudaginn 5. október. Þessi dagur skipar sérstakan sess hjá kennarastéttinni um heim allan og er kastljósinu beint að kennurum og rýnt í hið mikilvæga starf sem þeirr inna af hendi á hverjum degi. 

Kennarasambandið efnir að venju til Skólamálaþings í tengslum við daginn. Að þessu sinni verða hinsegin málefni skólans tekin til skoðunar og ígrundunar.

Það voru UNESCO, Menntamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við Alþjóðasamband kennara (Education International) sem tóku sig saman um að halda árlegan kennaradag til að vekja athygli á störfum kennara.

UNESCO hefur á hverju ári lagt fram slagorð í tilefni dagsins. Að þessu sinni er slagorðið: The transformation of education begins with teachers! – sem mætti útleggja svo: Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum.

Í yfirlýsingu UNESCO segir að alþjóðasamfélagið þurfi að taka höndum saman um að tryggja menntun til handa öllum börnum. Við margt er að glíma, svo sem undangenginn heimsfaraldur, stríðsátök, félagslegan ójöfnuð og hlýnun jarðar, svo nokkur atriði séu nefnd. Kennarar gegna mikilvægu hlutverki sem aldrei fyrr, þeir eru hjartað í menntakerfum heims, án þeirra er ógjörningur að veita nemendum gæðamenntun, segir UNESCO.

Nánar má lesa um alþjóðadag kennara hér

Til baka
English
Hafðu samband