Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breyting á skólahaldi 20. október

17.10.2022
Breyting á skólahaldi 20. októberFimmtudaginn 20. október fellur kennsla niður í Hofsstaðaskóla frá kl. 12.00 vegna útfarar Svövu Bjarkadóttur starfsmanns skólans. Boðið verður upp á dvöl í frístundaheimilinu fyrir nemendur í 1. – 3. bekk sem ekki geta farið heim. Ef forráðamenn hafa ekki tök á að sækja börnin og þurfa að hafa þau í skólanum og frístundaheimili verður brugðist við því. Við biðjum þá forráðamenn í 1. – 3. bekk sem þurfa að nýta sér það um að láta skólann vita eigi síðar en miðvikudaginn 19. október með því að senda tölvupóst á hskoli@hofsstadaskoli.is.
Því miður verður ekki hægt að hafa hádegisverð fyrir 5. – 7. bekk og verður einn dagur dreginn frá mataráskriftinni í næsta mánuði í staðinn. Forráðamenn í hverjum árgangi hafa fengið sendar nánari upplýsingar.
Svava Bjarkadóttir hóf störf í Hofsstaðaskóla haustið 2015 og vann sem stuðningsfulltrúi út árið 2020. Hún var umsjónarkennari frá janúar 2021 og fram í apríl 2022 er hún fór í fæðingarorlof. Svava tengdist vel starfsfólki og nemendum sem nú syrgja góðan vin og starfsfélaga.
Nemendur og starfsfólk skólans sendir fjölskyldu Svövu innilegar samúðarkveðjur.
Til baka
English
Hafðu samband