Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skáld í skólum

19.10.2022
Skáld í skólum

Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson heimsóttu nemendur á miðstigi skólans í október og stungu sér á bólakaf í bókmenntaumræðu með krökkunum og skoðuðu hvað það er sem skiptir raunverulega máli í listinni og lífinu. Þau vildu heyra hvernig bækur krakkarnir vildu lesa. Til þess að leiða þessa  mikilvægu rannsókn til hlítar var að sjálfsögðu best að leita til færustu sérfræðinga í málinu: Krakka á miðstigi grunnskóla!.

Arndís Þórarinsdóttir er rithöfundur og þýðandi. Meðal bóka hennar eru þríleikurinn um Nærbuxnaverksmiðjuna og Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjöhundruð ár. Hún skrifaði Blokkina á heimsenda ásamt Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, en sú bók hlaut bæði Barnabókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2020. Hún hefur auk þess verið tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Ævar Þór Benediktsson er er rithöfundur og leikari. Hann er þekktastur fyrir vinsælan bókaflokk sinn Þín eiginbækurnar og þættina um Ævar vísindamann. Ævar hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. Bókaverðlaun barnanna og Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi, ásamt ýmsum tilnefningum, þ.á m. til alþjóðlegu ALMA-verðlaunanna. Ævar hefur einnig átt það til að halda lestrarátök á landsvísu!

Nemendur voru mjög áhugasamir og gáfu rithöfundunum skýrar og greinagóðar upplýsingar um hvað prýddi góða bók að þeirra mati.

Til baka
English
Hafðu samband