Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samtalsdagur og skipulagsdagur

23.10.2022
Samtalsdagur og skipulagsdagur

Fimmtudaginn 27. október fellur kennsla niður í Hofsstaðaskóla og nemendur mæta ásamt forráðamanni/mönnum sínum í samtal til umsjónarkennara. Aðrir kennarar verða einnig til viðtals í skólanum. Skráning í samtölin hefur farið fram á fjölskylduvefnum mentor.is. Nemendur vinna sjálfsmat um m.a. líðan og hegðun í samvinnu við forráðamenn sína fyrir samtalið. Regnboginn er opinn þennan dag en skrá þarf börnin sérstaklega.

Óskilamunir nemenda verða settir á borð í miðrýminu og eru forráðamenn beðnir um að koma við það og kanna hvort þeir geta komið því sem þar er í hendur eigenda.

Föstudaginn 28. október er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar. Þá fellur kennsla niður og frístundaheimilið Regnboginn er lokaður! Starfsmenn funda, sinna starfsþróun og undirbúningi skólastarfs. Eftir hádegi safnast starfsmenn leik- grunnskóla saman í Hofsstaðaskóla á Menntadag í Garðabæ. Verkefni sem hlotið hafa styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla verða kynnt á málstofum auk kynninga á framsæknu skólastarfi.

Til baka
English
Hafðu samband