Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

HS leikar - uppskeruhátíð

21.11.2022
HS leikar - uppskeruhátíð

Hinir árlegu fjölgreindarleikar Hofsstaðaskóla eða HS - leikarnir fóru fram 10. og 11. nóvember síðastliðinn. Leikarnir heppnuðust frábærlega og skemmtu nemendur sér ákaflega vel við að leysa alls konar þrautir í skólanum og íþróttahúsinu. Uppskeruhátíð leikanna fór fram föstudaginn 18. nóvember þar sem allir nemendur og starfsfólk komu saman í sal skólans til að fá að vita hvaða lið fengu flest stig á HS - leikunum. Mikil gleði og tilhlökkun var í salnum með tilheyrandi trommuslætti þegar úrslitin voru kynnt en viðurkenningar voru veittar til þeirra liða sem fengu flest stig. Í fyrsta sæti voru Harðfiskarnir 13, í öðru sæti Bananahýðin 14 og tvö lið jöfn að stigum í því þriðja Fjórtándi jólasveinninn og lið númer 34. Fyrirliðum var þakkað sérstaklega með góðu lófataki fyrir þeirra framtak enda stóðu þeir sig allir einstaklega vel.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband