Dagur íslenskrar tungu
24.11.2022
.jpg?proc=ContentImage)
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Hofsstaðaskóla þann 16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Fjölbreytt íslenskuverkefni voru unnin í skólanum t.d. tóku 6. bekkingar þátt í „Kappsmáli“ þar sem nemendur spreyttu sig á þrautum og leikjum. Umsjónarkennarar ræddu við nemendur um uppáhaldsorðin þeirra og orðið sem flestir nefndu er FJÖLSKYLDA á eftir því komu orðin vinur, vinátta og gleði. Uppáhaldsorðin verða hengd upp á vegg í skólanum. Einnig buðu skólastjórnendur uppá upplestur í miðrými skólans og á bókasafninu gátu nemendur svarað getraunum sem tengdust íslenskum bókmenntum.
Sjá myndir í myndasafni skólans