Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólastund 20. desember og jólaleyfi

15.12.2022
Jólastund 20. desember og jólaleyfiÞriðjudaginn 20. desember er skóladagur allra nemenda styttri en venjulega. Nemendur mæta kl. 9.00 og eru búnir kl. 11.00. Frístundaheimilið Regnboginn er opinn frá kl. 11.
Nemendur mæta á jólastund í bekkjarstofu með sparinesti t.d. smákökur, sætabrauð og safa eða kókómjólk. Hver bekkur á notalega samverustund og síðan er farið í salinn og dansað í kringum jólatréð. Foreldrafélagið hefur samið við jólasveina um að kíkja í heimsókn á jólaballið. Að lokinni dagskrá hefst jólaleyfi nemenda. Kennsla hefst á nýju ári mánudaginn 2. janúar.
Frístundaheimilið Regnboginn er opinn frá virka daga frá 21. – til 30.12 fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Starfsfólk skólans sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári um leið og þakkað er fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Til baka
English
Hafðu samband