Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur og viðburðir í janúar

10.01.2023
Skipulagsdagur og viðburðir í janúarMiðvikudaginn 11. janúar er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar. Kennsla fellur niður þann dag en frístundaheimilið Regnboginn er opinn allan daginn.

Þriðjudaginn 31. janúar verða nemenda- og foreldrasamtöl. Kennsla fellur niður og nemendur mæta ásamt foreldrum í samtal til umsjónarkennara. Skráning verður opnuð í mentor.is í næstu viku. Regnboginn verður opinn allan daginn og verður skráning í Völu frístund auglýst síðar. Óskilamunir nemenda verða settir á borð í miðrýminu þennan dag og foreldrar beðnir um að koma við þar.

Miðvikudaginn 25. janúar halda 6. bekkingar þorrablót. Löng hefð er í skólanum fyrir þorrablóti en þau hafa ekki verið haldin síðan fyrir Covid. Undirbúningur blótsins felst í dansæfingum í íþróttatímum, gerð skemmtiatriða, undirbúningur veitinga og fræðsla um þorrann og þjóðlegar hefðir.
5. bekkingar fara í vettvangsferð á Þjóðminjasafnið, einn bekkur í einu og vinna síðan með það sem þau sjá og upplifa í kennslustundum.
Til baka
English
Hafðu samband