Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á Þjóðminjasafnið

18.01.2023
Heimsókn á ÞjóðminjasafniðNemendur í 5. SGE heimsóttu Þjóðminjasafnið í dag. Farið var með strætó frá skólanum og stoppaði vagninn beint fyrir utan safnið. Þar var haldið inn og fékk hópurinn hlýjar móttökur og góða leiðsögn. Með heimsókninni er verið að styðja við fræðslu nemenda um landnám Íslands. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og fylgdust vel með. Öll framkoma þeirra var til fyrirmyndar. Nemendur fengu tækifæri til að klæða sig í búninga landnámstímans. Látum myndirnar tala!

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband