Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

29.03.2023
 Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekkSkólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hofsstaðaskóla fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 28. mars. Þar kepptu sjö nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í Upplestrarkeppni Garðabæjar sem haldin verður fimmtudaginn 27. apríl nk. í Álftanesskóla.

Nemendur lásu svipmyndir úr skáldsögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Einnig lásu nemendur fjölbreytt ljóð að eigin vali. Nína Bjarndís Birkisdóttir nemandi í 7. StH kynnti höfund texta og ljóðskáld. Í hléi flutti Ágúst Ólafur Sveinsson nemandi í 7. HBS tvö mjög falleg tónlistaratriði.

Allir þátttakendur stóðu sig einstaklega vel í undirbúningnum og í keppninni sjálfri. Þeir fengu að gjöf frá skólanum viðurkenningarskjal, rós og ljóðabókina Grannmeti og ávextir eftir Þórarin Eldjárn. Þriggja manna dómnefnd, sem skipuð var Hafdísi Báru Kristmundsdóttur skólastjóra, Kristínu Thorarensen bókasafnskennara og Önnu Þóru Jónsdóttur umsjónarkennara í 6. bekk, valdi tvo fulltrúa skólans og einn til vara til að taka þátt í Upplestarkeppni Garðabæjar. Eftirfarandi keppendur urðu fyrir valinu: Arnór Emil Þ. Petersen í 7. HBS og Heiðar Leó Sölvason í 7. ÖM sem aðalmenn og Ingibjörg Sóley Sigurðardóttir sem varamaður, við óskum þeim alls hins besta í Garðabæjarkeppninni. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í skólakeppninni, þar sem allir lögðu mikið á sig við undirbúning og æfingar undanfarnar vikur.

Hér má sjá myndir frá keppninni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband