Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Garðabæ

03.05.2023
Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í GarðabæLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Álftanesskóla fimmtudaginn 27. apríl, en þá lásu nemendur í 7. bekk sem valdir voru úr Hofsstaðaskóla, Álftanesskóla, Flataskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla svipmyndir úr skáldsögunni Víti í Vestmannaeyjum eftir Gunnar Helgasonar og ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Jóhann Steinar Ingimundarson fulltrúi skólanefndar flutti ávarp á hátíðinni og Þorgerður Erla og Nökkvi Styr nemendur í Álftanesskóla voru með tónlistaratriði. Dómarar keppninnar í ár voru þau Auður Björgvinsdóttir læsisfræðingur, Jóhann Skagfjörð Magnússon skólastjóri Garðaskóla og Hrönn Bergþórsdóttir skólastjóri Víðistaðaskóla.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði við upplesturinn og í lokin fengu allir viðurkenningu, bók og rós fyrir þátttökuna en Almar Guðmundsson bæjarstjóri veitti nemendunum verðlaunin. Ásta Emilý Evertsdóttir nemandi í Álftanesskóla stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, í öðru sæti var Viktor Óli Grétarsson nemandi í Sjálandsskóla og í þriðja sæti var Heiðar Leó Sölvason nemandi okkar í Hofsstaðaskóla.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.
Hér má sjá fleiri myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband