26.01.2010
Morgunverðarhressing
Sú ákvörðun var tekin að bjóða nemendum upp á að kaupa ávexti í áskrift í morgunhressingu. Ákveðið var að verkefnið færi af stað 1. febrúar. Hver nemandi fær skorna ávexti í skál inn í sinni kennslustofu. Í skálinni verða þrjár tegundir (þrír bitar)...
Nánar22.01.2010
Koma frá Reykjumkl. 15:30
Fengum góðar kveðjur frá hópnum sem var að leggja af stað frá Borganesi upp úr kl. 14.30. Þau gerðu ráð fyrir að vera komin í Hofsstaðaskóla kl. 15:30.
Nánar22.01.2010
Tilkynning Skólabúðirnar
Nú hafa nemendur og starfsmenn látið okkur vita að áætluð heimkoma úr skólabúðunum á Reykjum er kl. 16 í dag. Við munum að sjálfsögðu setja út frétt um leið og okkur berst staðfestur lendingartími hér í skólanum.
Nánar18.01.2010
Ferðin á Reyki gekk vel
Það var kátur hópur nemenda í 7. bekk ásamt kennurum sem hélt af stað frá skólanum upp úr kl. 8:30 í morgun mánudaginn 18. janúar. Ferðinni var heitið í Skólabúðirnar Reykjum í Hrútafirði. Þar verður dvalið við leik og störf fram á föstudag.
Nánar14.01.2010
Stafavinna í 1. bekk
Það er nóg að gera hjá krökkunum í 1. bekk. Þau eru alltaf að bæta við stöfum í safnið og vinna á ýmsa vegu með þá. Kennarar brugðu á leik með stafinn Gg og létu nemendur búa sér til skemmmtileg gleraugu. Þeir notuðu tækifærið og smelltu af...
Nánar13.01.2010
Lestrarátak í 4. bekk
Boðið verður upp á kynningu fyrir foreldra á lestrarátaki fyrir nemendur í 4. bekk föstudaginn 15. janúar kl. 8.15 í stofu 103. Átakið stendur yfir í fjórar vikur og því er ætlað að auka lestrarhraða, nákvæmni í lestri og bæta stafsetningu.
Nánar13.01.2010
Lestrarátak í 2. bekk
Boðið verður upp á kynningu fyrir foreldra á lestrarátaki, fyrir nemendur í 2. bekk, fimmtudaginn 14. janúar kl. 8.15 í stofu 210. Átakið stendur yfir í fjórar vikur og er haldið til að þjálfa fjölbreytta þætti til að auka lestrarfærni nemenda. ...
Nánar12.01.2010
Nemendur í almanaki Sorpu
Almanak SORPU bs er nú komið út í níunda skipti en það var að þessu sinni unnið í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands og Hafnarborgar og menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.
Nánar08.01.2010
Danskennslan að hefjast
Danskennslan hefst 11. janúar og stendur yfir til 29. janúar. Allir nemendur skólans taka þátt í danskennslunni sem fram fer í íþróttatímum. Nemendur þurfa því ekki að koma með íþróttaföt þessar þrjár vikur.
Kveðja Ragga Dís og Hreinn...
Nánar18.12.2009
Gleðileg jól
Í dag föstudaginn 18. desember lauk skólastarfinu á árinu 2009 með jólaskemmtun. Dagurinn byrjaði á því að nemendur mættu í stofur þar sem haldin var stutt samverustund. Síðan var haldið á sal
Nánar17.12.2009
Ljóða og smásagnakeppni
Það er orðin árviss viðburður að efnt sé til ljóða og smásagnasamkeppni í Hofsstaðaskóla og eru bestu ljóðin og sögurnar að mati dómnefndar lesnar upp í messu annan sunnudag í aðventu.
Nánar15.12.2009
Skólastarf í desember
Nú í desember hafa nemendur gert sér dagamun og t.d. farið og séð jólaleikrit í Iðnó, í bæjarferðir og á kaffihús. 1. bekkingar heimsækja að venju Árbæjarsafnið. Foreldrar í nokkrum árgöngum hafa komið í heimsókn í skólann,
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 5
- 6
- 7
- ...
- 28