Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sprengidagur

24.02.2009

Sprengidagur er á þriðjudegi 7 vikum fyrir páska. Kjötát á sprengidegi á rætur í kaþólskum sið enda var þetta síðasta tækifærið að borða kjöt fyrir föstuna. Helsti veislukosturinn var lengstum hangikjöt þar sem salt var af skornum skammti. Frá síðari hluta 19. aldar er vitað um saltkjöt og baunir á sprengidag og er sú hefð almenn í dag.

Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.

Meiri fróðleik um sprengidag má lesa í bók Árna Björnssonar Saga daganna

Til baka
English
Hafðu samband