Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslensku menntaverðlaunin afhent í Hofsstaðaskóla

28.05.2009

Forseti Íslands afhendir ár hvert Íslensku menntaverðlaunin en til þeirra var stofnað af forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni á grundvelli hugmynda sem hann kynnti í nýársávarpi 1. janúar 2005

Íslensku menntaverðlaunin eru einkum bundin við grunnskólastarfið. Verðlaun eru veitt í fjórum flokkum:

  1. Skólum sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi
  2. Kennurum sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað fram úr.
  3. Ungu fólki sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
  4. Höfundum námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna fer fram hér í Hofsstaðaskóla fimmtudaginn 28. maí kl. 19:00-21:00.

Til baka
English
Hafðu samband