Hvítasunnudagur-Dagur barnsins
31.05.2009
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlega dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð.
Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna okkur landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma.
Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1954 helgað 20. nóvember alþjóðlegum degi barna. Ríkisstjórnin vill fylgja því góða fordæmi en ákvað að velja deginum stað á tíma birtu, vors og gróanda.
Hugmyndin er sú að dagur barnsins renni inn í þjóðarvitundina á komandi árum og verði fyrst og fremst til þess fallinn að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum.
