Norræna bókasafnsvikan 9.-15. nóvember
24.09.2009
”Stríð og friður á Norðurlöndunum”
Norræna bókasafnsvikan Í ljósaskiptunum fer fram í þrettánda skipti dagana 9.-15. nóvember. Í ljósaskiptunum er stærsta upplestrarhátíð á Norðurlöndunum og jafnframt ein sú stærsta í öllum heiminum. Á síðasta ári tóku rúmlega 2000 stofnanir þátt í bókasafnsvikunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.
ÞEMA ÁRSINS
Þema ársins er Stríð og friður á Norðurlöndunum og er sérstök áhersla lögð á að 200 ár eru frá því að Svíþjóð og Finnland skiptust í tvö ríki. En ætlunin er einnig að bregða ljósi á fjölda stríðsátaka, hernáma og ríkjasambanda í sögu Norðurlandanna sem leitt hafa til þeirrar frændsemi og samvinnu sem einkennir friðsamleg samskipti Norðurlandaþjóðanna í dag.
