Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn

30.09.2009

Miðvikudaginn 30. september verður 10. alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur. Með skólamjólkurdeginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.

Miðvikudaginn 30 september,  býður Mjólkursamsalan öllum 50 þúsund grunnskólabörnum landsins endurgjaldslaust uppá mjólk í grunnskólum í tilefni af Skólamjólkurdegi matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.  Dagurinn er haldinn hátíðlegur hér undir kjörorðunum „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar“. Reikna má með því að krakkarnir drekki um 12 þúsund lítra af mjólk í skólanum þennan dag .

Nánar um skólamjólkurdaginn

Til baka
English
Hafðu samband