Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF-hreyfing 5. - 7. bekkur kl. 9:30-10:30

28.05.2010

Nemendur í 5. - 7. bekk taka þátt í UNICEF-hreyfingu sem er skemmtilegt verkefni þar sem nemendur hljóta fræðslu um jafnaldra sína í örðum heimshlutum og safna fé fyrir þurfandi börn um allan heim með því að stunda holla hreyfingu.

Takmark þeirra sem taka þátt í íþróttaviðburðinum er að safna eins mörgum límmiðum og þeir geta í svokallað ,,apakver" með því að hreyfa sig (ganga, hlaupa, valhoppa o.s.frv.) Miðað er við að nemendur fái einn límmiða fyrir u.þ.b. einn kílómetra sem þau hreyfa sig. Fyrir viðburðinn safna nemendur styrktaraðilum úr hópi sinna nánustu sem heita ákveðinni upphæð á nemandann fyrir hverja vegalengd sem hann/hún hreyfir sig.

ATH! Nemendur geta að sjálfsögðu tekið þátt án þess að nokkur heiti á þá. Markmiðið er að sem flestir taki þátt!

Til baka
English
Hafðu samband