Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda og foreldrasamtöl

10.01.2017

Bókun samtalanna fer fram rafrænt á fjölskylduvefnum Mentor.is. og hefst 4. janúar.  Umsjónarkennarar tilkynna í hvaða stofu samtölin fara fram.

• Foreldrar velja sjálfir tíma sem umsjónarkennarar bjóða upp á.
• Þeir foreldrar sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum þurfa að bregðast skjótt við svo þeir geti bókað samtöl á svipuðum tíma. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir 15 mínútum á milli þeirra samtala til þess að koma til móts við ófyrirséðar tafir og ferðatíma á milli stofa.
• Ef foreldrar þurfa að breyta eða afpanta tíma þá er það gert á sama hátt.
• Ef foreldrar hafa ekki lykilorð inn á fjölskylduvefinn er hægt að nálgast það á vef mentor.is – Gleymt lykilorð undir innskráningarflipa.
Bókun samtala stendur yfir frá 4. – 8. janúar.

Leiðbeiningar um bókun samtala:

  • Skráið ykkur inn á mentor.is
  • Neðst til hægri á forsíðunni veljið þið Fjölskylduvef, fjólubláa flísin, og þá opnast síða barnsins ykkar. Til hægri er hægt að velja Atburðir og þar fyrir neðan er krækja: Skráning í foreldraviðtöl.
  • Veljið úr lista yfir tímasetningar – hakið við.
  • Munið að vista.

Ef gera þarf breytingar þá er sama leið farin nema hakið er tekið úr og ný tímasetning valin. Athugið að vista eftir hverja breytingu.

Myndband af https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g 

Ef foreldrar bóka ekki sjálfir samtal þá bókar umsjónarkennari í þá tíma sem lausir eru og tilkynnir foreldrum eigi síðar en mánudaginn 9. janúar.

Við vonum að bókunin gangi vel og veitum fúslega aðstoð ef þörf krefur.

Til baka
English
Hafðu samband