Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opinn fræðslufundur fyrir foreldra – fimmtudaginn 5. október kl. 20 í Sjálandsskóla

05.10.2017
Fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 verður haldinn opinn fræðslufundur fyrir foreldra í húsnæði Sjálandsskóla, við Löngulínu. Á fundinum verður fjallað um umgengni við snjalltæki og hvað beri að varast. Á fundinum flytja Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir, og Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur, erindi. Yfirskrift erindis Björns Hjálmarssonar er ,,Snjalltækjanotkun barna og unglinga – er eitthvað að óttast?“, þar sem hann fjallar um þær miklulífstílsbreytingar sem orðið hafa hjá börnum og unglingum með tilkomu nýrrar tækni og hvort einhverjar ógnir lúri í farvatninu. Arna Skúladóttir, barnahjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í svefni og svefnvanda barna, ræðir um hvað hefur áhrif á svefn barna og unglinga, t.d. skipulag á daglegu lífi, venjur foreldra og persónugerð barnsins. Léttar veitingar verða í boði á fundinum og allir eru velkomnir.

Starfsfólk Hofsstaðaskóla hvetur forráðamenn til að fylgjast vel með samskiptum barna sinna, bæði í raunheimi og í snjallheiminum.
Til baka
English
Hafðu samband