Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugleiðsludagur unga fólksins

09.10.2017

Mánudaginn 9. október verður haldinn hugleiðsludagur unga fólksins á afmælisdegi John Lennon og svo verður Friðarsúlan tendruð um kvöldið í Viðey sama dag.

Það verður viðburður í Hörpu kl. 10:30 af þessu tilefni. Það er hægt að taka þátt í honum með því að vera hver á sínum forsendum eða í gegnum livestream frá Hörpu þar sem ca 100 unglingar frá nokkrum skólum verða samankomnir.

Meðfylgjandi er kynningarmyndband fyrir stundina. Þar er hægt að sjá hvernig hugleiðslan fer fram og má í raun fylgja þessu myndbandi 9. október kl 10:30 ef livestream valkostur eða leidd hugleiðsla af einhverjum í skólanum er ekki valkostur.

 https://www.youtube.com/watch?v=e45uTOR63uw

Til baka
English
Hafðu samband