Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lög Nemendafélags Hofsstaðaskóla í Garðabæ

  1. Félagið heitir Nemendafélag Hofsstaðaskóla. Félagar eru nemendur í Hofsstaðaskóla.
  2. Tilgangur félagsins er að vinna að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda skólans.
  3. Stjórn félagsins er valin í byrjun skólaárs. Tveir fulltrúar úr hverjum bekk, einn stákur og ein stúlka og einn til vara af hvoru kyni.
  4. Nemendur gefa kost á sér og síðan er dregið.
  5. Stjórn nemendafélagsins velur fulltrúa nemenda í skólaráð og skal það gert á vorönn.
  6. Deildarstjóri eldri deilda og skólastjóri bera ábyrgð á starfsemi Nemendafélagsins og boða til funda a.m.k. þrisvar sinnum á skólaári.
  7. Ákvarðanir á fundum er færðar í fundargerð.

Markmið nemendafélagsins í skólanum er að þar geti nemendur unnið að félags-, hagsmuna og velferðamálum nemenda og:
• Þroskist félagslega
• Verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi
• Geti tjáð skoðanir sínar með eðlilegum hætti og unnið með öðrum að þroskandi viðfangsefnum.
• Árgangafulltrúar komi skoðunum nemenda á framfæri á fundum þó svo að þær stangist á við eigin skoðanir.

English
Hafðu samband