Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í 7. bekk læra nemendur um evrópu og í tengslum við það unnu þeir ýmis krefjandi og fjölbreytt verkefni. Nemendur unnu saman tveir og tveir og fengu þeir úthlutað einu landi til að fjalla um. Meðal verkefna var að afla upplýsinga um helstu staðreyndir og búa til kynningu t.d. í Prezi og setja inn á s.k. Padlet vegg. Nemendur áttu einnig að  skipuleggja ferðalag til landsins, athuga með samgöngur, gistingu, afþreyingu og reikna út allan kostnað. Þessum upplýsingum áttu nemendur að safna saman og setja í bækling.

Hér fyrir neðan er krækja á Padlet vegg þar sem nálgast má sýnishorn af verkefnum nemenda:

 http://padlet.com/gudhsig/7ghsevropa

English
Hafðu samband