Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í desember 2010 hófst samstarfverkefni 5. R.S. við fjölda annarra skóla í Evrópu. Verkefnið ber heitið Give me a hug. Í verkefninu fléttast saman ýmsar greinar s.s. list- og verkgreinar, saga, landafræði, tungumál og upplýsingatækni. Nemendurnir sem taka þátt eru frá 4 -12 ára gamlir.  Meðan á verkefninu stendur munu þátttökuskólarnir vinna ýmis konar verkefni. Þeir munu: Taka myndir, teikna, lita og nýta sér margmiðlun. Efninu safnar svo hver skóli saman. Lítill bangsi gengur á milli þátttökuskólanna. Þegar bangsinn kemur til okkar þá fyllum við hann af gögnum og sendum áfram. Þannig gefst krökkunum tækifæri til að deila verkefnum, læra hvert um annað og fylgjast með ferðalagi bangsans um Evrópu. Með þessu móti gefst þeim áhugaverður vettvangur til að kynnast mörgum Evrópulandanna.

Markmiðið með samstarfsverkefninu er að nemendur læri hvernig nota má upplýsingatæknina til að kynnast öðrum nemendum í Evrópu. Einnig að nemendur kynnist nýjum leiðum til að miðla verkefnum og að þeir verði óhræddir við að deila hugmyndum sínum og verkum með öðrum. 

Vefsíða verkefnisins http://givemeahugetwinning.blogspot.com/ 

Hér fyrir neðan má nálgast nokkur af verkefnunum sem krakkarnir hafa unnið að og miðlað vinum sínum í Evrópu:

Faðmaðu mig (sjá myndskeið hér fyrir ofan)
Allar þjóðirnar gerðu stutt myndband þar sem þau áttu að kynna hugtakið Give me a hug á móðurmálinu.

Kólumbus kemur til Íslands-The arrival of Columbus to Iceland

Kólumbus á Íslandi-Myndasýning

Um Ísland-Facts about Iceland
Stutt glærukynning sem nemendur unnu um landið sitt

 

English
Hafðu samband