Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 Frakkland

 Íslenski fáninn

Bekkjarmynd 2. I.S.

Haustið 2009 hófst samstarfsverkefni 2. I.S. og nemenda í franska skólanum Ecole du Rougier de Montlaur í Frakklandi. Verkefnið ber heitið Views of Children. Markmiðið með verkefninu er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast öðru umhverfi og annarri menningu. Það gefur nemendum tækifæri til að kynnast betur margmiðlun og hvernig hægt er að eiga samskipti  með hjálp netsins. Hóparnir munu skiptast á tölvuskeytum, myndum, myndböndum o.fl.

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram og leyfa því að þróast áfram, hugsanlega í einhver ár.

Umsjónarmenn verkefnisins eru Ingibjörg Sigfúsdóttir umsjónarkennari 2. I.S. og Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi. Þátttakandi í verkefninu fyrir hönd Ecole du Rougier De Montlaur er Olivier Reggiani.

Hér má sjá bloggsíðu í tengslum við verkefnið og á Myndasíðu bekkjarins er hægt að fylgjast með því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Haustið 2010 hlaut verkefnið National Quality viðurkenningu frá landsskrifsstofunni, en þá viðurkenningu fá verkefni sem eru vel unnin, vel uppbyggð og skipulögð á vegum eTwinning. Með viðurkenningunni er staðfest að verkefnið hefur náð ákveðnum evrópskum staðli. Það hefur einnig fengið European Quality label en sá áfangi næst þegar a.m.k. tvö af samstarfslöndunum fá National Quality label.


English
Hafðu samband