Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Miðlun upplýsinga til foreldra

Vefur Hofsstaðaskóla er settur upp með það að markmiði að hann gagnist sem best foreldrum og öðrum þeim er finna þurfa upplýsingar um skólann. Reglulega eru settar inn fréttir og tilkynningar ásamt upplýsingum á atburðadagatalið. Skólinn er með Facebooksíðu þar sem fréttir og tilkynningar eru birtar. Foreldrafélagið er einnig með Facebooksíðu.
Umsjónarkennarar upplýsa foreldra og nemendur vikulega um viðfangsefni og nánar um skólastarfið.
Í Mentor eru birtar heimavinnuáætlanir nemenda og umsjónarkennarar setja inn tilkynningar og upplýsingar. Foreldrar geta fylgst með námsframvindu og námsmati barna sinna ásamt ástundun þeirra. Fyrsta þriðjudag í mánuði sendir skólaritari yfirlit yfir ástundun heim og þá geta foreldrar gert athugasemdir og leiðréttingar.

English
Hafðu samband