Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sími og tölvupóstur

Umsjónarkennarar og foreldrar/forsjáraðilar eiga í reglulegum samskiptum sín á milli og fer stór hluti þeirra fram í tölvupósti eða í síma. Foreldrar geta komið skilaboðum til kennara í gegnum skrifstofu skólans eða sent tölvupóst. Foreldrar eru beðnir um að hafa ekki samband við kennara í persónuleg símanúmer þeirra.
Ekki er gert ráð fyrir því að kennarar svari síma eða tölvupósti í kennslustundum. Skrifstofustjóri tekur skilaboð og kennarar nýta eyður og undirbúningstíma eftir skóla til þess að svara erindum og hafa samband við foreldra.
Tölvupóstur er eingöngu notaður til þess að senda upplýsingar eða spyrjast fyrir um hagnýt mál. Viðkvæm, persónuleg mál eiga ekki erindi í tölvupóst.
Ef foreldrar þurfa að ná í börn sín á skólatíma er haft samband við skrifstofuna sem sér um að koma upplýsingum til nemanda. Börnum er óheimilt að svara síma á skólatíma og því er ekki gert ráð fyrir að foreldrar hringi beint í börnin þótt þau séu með síma í töskunni.

English
Hafðu samband