Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

BYOD/Bring your own device eða MET/með eigin tæki, er þráðlaust net í grunnskólum bæjarins. BYOD snýst um að veita nemendum tækifæri til að nýta eigin snjalltæki, í samráði við foreldra og kennara, þegar það á við. 

Foreldri/forráðamaður þarf að fara inn á Minn Garðabær á gardabaer.is og fylla út umsókn til að óska eftir aðgengi að netinu. Eftir að foreldri/forráðamaður hefur sótt um fer umsóknin til meðferðar í hverjum skóla og er aðgengi að netinu háð samþykki skólans. Hver skóli mótar sér stefnu varðandi netaðgengi nemenda og ákveður hvaða nemendum/¬árgöngum verður veitt aðgengi hverju sinni. Um notkun á netinu gilda skólareglur og almennar tölvureglur. Í Hofsstaðaskóla byrjum við á vorönn 2017 á að veita nemendum í 5. – 7. bekk aðgengi og tökum ákvörðun um aðra árganga síðar. 

Eftir að umsókn er samþykkt geta nemendur notað sama notendanafn og lykilorð og að tölvukerfi skólans til að komast inn á netið á eigin tækjum s.s. snjallsíma eða spjaldtölvu. Sérhver nemandi er auðkenndur á þráðlausa netinu og ábyrgur fyrir eigin netnotkun. Umsjónarkennarar stýra aðgengi eftir því hvað verið er að gera hverju sinni í kennslustund. Nemendur hafa fyrst og fremst aðgang að netinu til að stunda nám sitt og því eru takmarkanir á notkun netsins í öðrum tilgangi. Með þráðlausa netinu opnast nýir möguleikar í námi og kennslu í gegnum snjalltæki nemenda og skóla.

Við viljum taka sérstaklega fram að komi nemendur með eigin snjalltæki í skólann eru þau alfarið á ábyrgð þeirra en ekki skólans.

Reglur um síma- og tækjanotkun gilda eins og áður og er nemendum ekki leyfilegt að nota símann eða önnur snjalltæki í hléum á milli kennslustunda í skólanum. Tækin má eingöngu nota þegar kennari leyfir.

Það er sameiginlegt átak heimilis og skóla að ala börnin upp í ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund. Það er því mikilvægt að þið ræðið við börnin ykkar heima um ábyrga netnotkun, fylgist vel með netnotkun þeirra og leiðbeinið þeim jafnt og þétt. Þessi mál eru margoft tekin til umræðu í skólanum m.a. í kennslu í upplýsingatækni, á bekkjarfundum og námskeiðum sem haldin eru bæði fyrir foreldra og nemendur. Sú umræða heldur áfram að þróast eftir því sem þörf krefur. Með því að takast á við nýja hluti öðlumst við aukna víðsýni og opnum fyrir nýjar leiðir í náminu en við eigum áreiðanlega eftir að rekast á hindranir sem við tökumst á við og leysum.

Við hvetjum nemendur og aðstanendur að kynna sér eftirfarandi efni:

Með samstarfskveðju
Stjórnendur og starfsmenn Hofsstaðaskóla

 

English
Hafðu samband