Í skólanum:
- Förum við úr útiskóm og setjum þá upp í hillur í forstofu.
- Hengjum við yfirhafnir upp í fatahengi .
- Notum við hvorki húfur né hettur innandyra.
- Göngum við rólega um, hægra megin.
- Leggjum við okkur fram um að hafa kennslustofur snyrtilegar og forðumst að hafa töskur eða annað dót á gólfum.
- Bjóðum við góðan daginn, bönkum á dyrnar áður en við göngum inn í kennslustofur og biðjum um leyfi til þess að yfirgefa þær.
- Höfum við heilbrigðar og hollar lífsvenjur í heiðri og komum með hollt nesti í skólann.
- Neytum við hvorki sælgætis né gosdrykkja á skólatíma.
- Notum við ekki tyggigúmmí.