Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menntastefna Garðabæjar nær til leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.
Leiðarljós stefnunnar eru:

Metnaður-virðing-sköpun-Gleði

Skólastefna Garðabæjar myndar umgjörð um faglegt skólastarf í bænum en í henni koma fram helstu áherslur skólastarfs í Garðabæ. Hverjum skóla er ætlað að marka sér sérstöðu með því að setja sér markmið og velja leiðir að markmiðum innan ramma aðalnámskrár og skólastefnu. Í Garðabæ hafa foreldrar nú í áratug haft frjálst val um skóla óháð skólahverfi. Í þessari stefnu er megináhersla lögð á samfellu í námi barna og þjónustu við þau frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til átján ára aldri er náð.

Skólastefna Garðabæjar var samþykkt vorið 2014.

Lesa má nánar um og nálgast skólastefnuna á vef Garðabæjar og með því að smella á myndina.

English
Hafðu samband